Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 5-2 | Markasúpa í Vesturbænum Tryggvi Páll Tryggvason á Alvogen-vellinum skrifar 3. október 2015 17:00 Gunnar Gunnarsson, bakvörður KR. vísir/andri marinó KR-ingar luku tímabilinu í Pepsi-deildinni þetta árið með góðum sigri á Víkingum. Sóknarleikur KR-ingar var mun beittari en í undanförnum umferðum sem skilaði heimamönnum fimm mörkum. Óskar Örn Hauksson og Gary Martin skoruðu tvö mörk hver og Hólmbert Friðjónsson skoraði eitt. Víkingar voru steinsofandi í upphafi leiks og ljóst að þeir söknuðu Igor Taskovic og Milos Zivkovic en varnarleikur Víkinga slakur í leiknum. KR-ingar voru komnir í 2-0 eftir sex mínútna leik og liðu um 30 sekúndur á milli markanna. Almar Ormarsson gaf fyrir á Óskar Örn Hauksson í fyrra markinu og KR-ingar voru komnir í 2-0 augnabliki eftir að Víkingar tóku miðju. Hólmbert Friðjónsson fékk boltann í góðu færi og þurfti tvo skot til þess að skora framhjá Thomas Nielsen í marki Víkinga.Beittur sóknarleikur KR skóp sigurinn Sóknarleikur KR-inga var mun beittari en í undanförnum leikjum og þeir voru mun áræðnari fyrir framan markið. Það var að miklu leyti að þakka Gary Martin sem keyrði á varnarmenn Víkinga í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann. Þriðja mark KR-inga varð einmitt til upp úr því að Gary Martin hljóp upp allan vinstri vænginn, keyrði inn í teig þar sem fyrirgjöf hans fór í Halldór Smára Sigurðsson og þaðan yfir Thomas í markinu. Staðan var því 3-0 og það leit allt út fyrir að Víkingar færu löngu farnir í vetrarfrí. Þeir náðu þó aðeins að klóra í bakkann með því að skora tvö mörk sitthvoru megin við hálfleik og eftir 47 mínútur var staðan 3-2. Erlingur Agnarsson skoraði jómfrúarmark sitt í Pepsi-deildinni eftir góðan undirbúning Viktors Bjarka Arnarsonar. Víkingar voru lengi út í hálfleikinn og ljóst að Milos Milojevic hefur messað yfir sínum mönnum. Haukur Baldvinsson minnkaði muninn í 3-2 í upphafi seinni hálfleiks og það stefndi allt í spennandi seinni hálfleik.Sjá einnig - Gary Martin: Kæmist í byrjunarliðið í öllum hinum liðum deildarinnarÞað verður þó að hrósa KR-ingum fyrir hvernig þeir brugðust við þessu áhlaupi Víkinga en á 53. mínútu drap Óskar Örn Hauksson leikinn með sínu öðru skallamarki eftir frábæra hornspyrnu frá Gary Martin. Óskar Örn, sem ekki er nú hávaxinn, stökk manna hæst í teignum og stangaði boltann inn. Gary Martin kórónaði svo góðan leik sinn þegar hann skoraði fimmta mark KR og sitt annað mark á 61. mínútu. Pálmi Rafn fleytti boltanum inn í teig Víkinga og þar sýndi Martin mun meiri ákefð í að ná boltanum en varnarmenn Víkinga. Hann stökk hátt í loft upp og skallaði boltann í markið. KR stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði leiks og sigldi ágætum lokaleik tímabilsins heim í höfn. KR enda því tímabilið í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar mega sætta sig við áttunda sætið.Bjarni: Veit ekki betur en að ég verði áfram með KRBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var ánægður með að ljúka tímabili með góðum sigri en taldi þó að liðið hefði átt að gera betur á tímabilinu. „Þetta var góður sigur. Við bjuggum til ákveðið einkamót fyrir leikmenn okkar í síðustu tveimur leikjunum og það gekk vel. Við skoruðum fimm góð mörk og ég ánægður með það. Að ná Evrópusæti er algjört lágmark hjá félagi eins og KR og við náum því. Markmiðið var þó að ná einum af stóru titlunum en það gekk ekki eftir.“ Athygli vakti að Gunnar Már Gunnarson fór út af eftir um hálftíma leik og sjúkrabíll sótti hann í hálfleik. Að sögn Bjarna lenti hann í samstuði og rotaðist. Menn hafi ekki viljað taka neina áhættu og því tekið hann útaf og kallað eftir sjúkrabíl. Jacob Schoop var einnig fjarverandi en hann glímir við meiðsli. Bjarni reiknar með því að hann verði áfram hjá KR á næsta tímabili en er ekki farinn að skoða leikmannamál fyrir næsta tímabil. „Ég verð áfram, ég veit ekki betur. Við byrjum að undirbúa næsta tímabil fljótlega en við erum ekki farnir að skoða leikmannamál. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.“Milos: Markmið Víkinga er að vinna hvern einasta leik. Þjálfari Víkinga var ekki sáttur við varnarleik liðsins í dag enda fékk liðið á sig fimm mörk. Hann telur þó að liðið hefði vel getað stolið sigri í dag. „Ef maður skorar tvö mörk hérna á KR-vellinum á maður að fara heim með þrjú stig, það er ekki flóknara en það. Það var hinvegar hörmulegur varnarleikur sem kostaði okkur það að við færum með eitthvað í farteskinu heim.“ Milos skrifaði nýlega undir nýjan samning við Víkinga en hann tók einn við liðinu eftir að Ólafur Þórðarsson lét af störfum á miðju tímabili. Milos segir að markmið Víkinga sé að vinna hvern einasta leik „Þetta er tveggja ára áætlun, eða raunar fjögurra, því að ég hef var með Ólafi. Nú heldur þetta áfram og markmið okkar er að koma Víkingi ofar. Við viljum vinna hvern einasta leik og Víkingur er þannig félag að við eigum að stefna hærra.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
KR-ingar luku tímabilinu í Pepsi-deildinni þetta árið með góðum sigri á Víkingum. Sóknarleikur KR-ingar var mun beittari en í undanförnum umferðum sem skilaði heimamönnum fimm mörkum. Óskar Örn Hauksson og Gary Martin skoruðu tvö mörk hver og Hólmbert Friðjónsson skoraði eitt. Víkingar voru steinsofandi í upphafi leiks og ljóst að þeir söknuðu Igor Taskovic og Milos Zivkovic en varnarleikur Víkinga slakur í leiknum. KR-ingar voru komnir í 2-0 eftir sex mínútna leik og liðu um 30 sekúndur á milli markanna. Almar Ormarsson gaf fyrir á Óskar Örn Hauksson í fyrra markinu og KR-ingar voru komnir í 2-0 augnabliki eftir að Víkingar tóku miðju. Hólmbert Friðjónsson fékk boltann í góðu færi og þurfti tvo skot til þess að skora framhjá Thomas Nielsen í marki Víkinga.Beittur sóknarleikur KR skóp sigurinn Sóknarleikur KR-inga var mun beittari en í undanförnum leikjum og þeir voru mun áræðnari fyrir framan markið. Það var að miklu leyti að þakka Gary Martin sem keyrði á varnarmenn Víkinga í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann. Þriðja mark KR-inga varð einmitt til upp úr því að Gary Martin hljóp upp allan vinstri vænginn, keyrði inn í teig þar sem fyrirgjöf hans fór í Halldór Smára Sigurðsson og þaðan yfir Thomas í markinu. Staðan var því 3-0 og það leit allt út fyrir að Víkingar færu löngu farnir í vetrarfrí. Þeir náðu þó aðeins að klóra í bakkann með því að skora tvö mörk sitthvoru megin við hálfleik og eftir 47 mínútur var staðan 3-2. Erlingur Agnarsson skoraði jómfrúarmark sitt í Pepsi-deildinni eftir góðan undirbúning Viktors Bjarka Arnarsonar. Víkingar voru lengi út í hálfleikinn og ljóst að Milos Milojevic hefur messað yfir sínum mönnum. Haukur Baldvinsson minnkaði muninn í 3-2 í upphafi seinni hálfleiks og það stefndi allt í spennandi seinni hálfleik.Sjá einnig - Gary Martin: Kæmist í byrjunarliðið í öllum hinum liðum deildarinnarÞað verður þó að hrósa KR-ingum fyrir hvernig þeir brugðust við þessu áhlaupi Víkinga en á 53. mínútu drap Óskar Örn Hauksson leikinn með sínu öðru skallamarki eftir frábæra hornspyrnu frá Gary Martin. Óskar Örn, sem ekki er nú hávaxinn, stökk manna hæst í teignum og stangaði boltann inn. Gary Martin kórónaði svo góðan leik sinn þegar hann skoraði fimmta mark KR og sitt annað mark á 61. mínútu. Pálmi Rafn fleytti boltanum inn í teig Víkinga og þar sýndi Martin mun meiri ákefð í að ná boltanum en varnarmenn Víkinga. Hann stökk hátt í loft upp og skallaði boltann í markið. KR stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði leiks og sigldi ágætum lokaleik tímabilsins heim í höfn. KR enda því tímabilið í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar mega sætta sig við áttunda sætið.Bjarni: Veit ekki betur en að ég verði áfram með KRBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var ánægður með að ljúka tímabili með góðum sigri en taldi þó að liðið hefði átt að gera betur á tímabilinu. „Þetta var góður sigur. Við bjuggum til ákveðið einkamót fyrir leikmenn okkar í síðustu tveimur leikjunum og það gekk vel. Við skoruðum fimm góð mörk og ég ánægður með það. Að ná Evrópusæti er algjört lágmark hjá félagi eins og KR og við náum því. Markmiðið var þó að ná einum af stóru titlunum en það gekk ekki eftir.“ Athygli vakti að Gunnar Már Gunnarson fór út af eftir um hálftíma leik og sjúkrabíll sótti hann í hálfleik. Að sögn Bjarna lenti hann í samstuði og rotaðist. Menn hafi ekki viljað taka neina áhættu og því tekið hann útaf og kallað eftir sjúkrabíl. Jacob Schoop var einnig fjarverandi en hann glímir við meiðsli. Bjarni reiknar með því að hann verði áfram hjá KR á næsta tímabili en er ekki farinn að skoða leikmannamál fyrir næsta tímabil. „Ég verð áfram, ég veit ekki betur. Við byrjum að undirbúa næsta tímabil fljótlega en við erum ekki farnir að skoða leikmannamál. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.“Milos: Markmið Víkinga er að vinna hvern einasta leik. Þjálfari Víkinga var ekki sáttur við varnarleik liðsins í dag enda fékk liðið á sig fimm mörk. Hann telur þó að liðið hefði vel getað stolið sigri í dag. „Ef maður skorar tvö mörk hérna á KR-vellinum á maður að fara heim með þrjú stig, það er ekki flóknara en það. Það var hinvegar hörmulegur varnarleikur sem kostaði okkur það að við færum með eitthvað í farteskinu heim.“ Milos skrifaði nýlega undir nýjan samning við Víkinga en hann tók einn við liðinu eftir að Ólafur Þórðarsson lét af störfum á miðju tímabili. Milos segir að markmið Víkinga sé að vinna hvern einasta leik „Þetta er tveggja ára áætlun, eða raunar fjögurra, því að ég hef var með Ólafi. Nú heldur þetta áfram og markmið okkar er að koma Víkingi ofar. Við viljum vinna hvern einasta leik og Víkingur er þannig félag að við eigum að stefna hærra.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54