Innlent

Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.

Þar verður rætt við bændur sem hafa horft upp á land sitt hverfa í beljandi straum Skaftár, ferðamenn sem urðu innlyksa norðvestur af Kirkjubæjarklaustri og lögreglufulltrúa á Suðurlandi.

„Menn hér í sveit haf aldrei séð Skaftá í slíkum ham,“ sagði Kristján Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað hér.“

Kristján Már verður í beinni útsendingu frá Skaftá í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 og í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×