Taka erlendir leikmenn alla skóna? | Gunnleifur getur náð tveimur metum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2015 06:00 Pedersen fagnar hér einu af mörkum sínum í sumar gegn Fjölni. Vísir/Vilhelm Pepsi-deild karla lýkur í dag með 22. umferðinni sem fer öll fram klukkan tvö. FH-ingar eru búnir að lyfta Íslandsmeistarabikarnum, Leiknir og Keflavík eru fallin úr deildinni og Breiðablik og KR hafa tryggt sér Evrópusætin. Í fyrra réðst þetta ekki fyrr en í uppbótartíma í lokaleik Íslandsmótsins en núna er allt klárt á toppi og botni deildarinnar þegar liðin spila sinn síðasta Pepsi-deildarleik á árinu 2015. Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. En hvað er annað undir í lokaleikjunum? Fréttablaðið fann til nokkur önnur met sem gætu fallið í kvöld. Þrír markahæstu leikmenn deildarinnar fá allir skó og svo gæti farið að enginn Íslendingur fái gull-, silfur- eða bronsskó í ár. Daninn Patrick Pedersen (13 mörk), Trínidadinn Jonathan Glenn (11 mörk) og Skotinn Steven Lennon (9 mörk) eru í efstu þremur sætunum fyrir lokaumferðina.Tekur Glenn silfurskóinn annað árið í röð?Vísir/AntonÚtlendingar aldrei náð þrennunni Gullskórinn var afhentur fyrst 1983 og frá 1985 hafa leikmenn fengið gull-, silfur- og bronsskó. Á þessum 32 árum hefur það aldrei gerst að enginn Íslendingur hafi fengið skó. Gary Martin (gull) og Jonathan Glenn (silfur) fengu skó í fyrra og var það í fyrsta sinn sem fleiri erlendir leikmenn en íslenskir fengu skó. Pedersen og Glenn keppa um gullskóinn en Glenn þarf að vinna upp tveggja marka forskot. Hann verður samt alltaf ofar en Pedersen þar sem hann hefur spilað færri mínútur. Vonir Íslendinga um að fá skó í ár liggja helst hjá þeim Garðari Gunnlaugssyni (ÍA) og Atla Guðnasyni (8 mörk) sem báðir hafa skorað átta mörk eða hjá þeim Þóri Guðjónssyni (Fjölni) og Atla Viðari Björnssyni (FH) sem hafa skorað sjö mörk en hafa spilað færri leiki (eða mínútur) en Steven Lennon. Garðar stendur best að vígi enda er hann bara einu marki á eftir Lennon og verður alltaf ofar en Skotinn á færri leikjum spiluðum.Gunnleifur hefur verið frábær í markinu í sumar.Vísir/antonNær Gunnleifur tveimur metum? Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, á möguleika á tveimur metum. Hann má fá á sig þrjú mörk og bæta samt metið yfir fæst mörkin fengin á sig á einu tímabili í tólf liða deild. FH-ingurinn Róbert Örn Óskarsson á metið en hann fékk aðeins á sig 17 mörk í fyrra. Gunnleifur hefur fengið á sig 13 mörk í sumar. Gunnleifur á líka möguleika á því að halda marki sínu hreinu í tólfta sinn en því hafa aðeins tveir markverðir náð í nútímafótbolta (frá 1977) eða Valsmaðurinn Sigurður Haraldsson (1978) og Framarinn Birkir Kristinsson (1988). Keflvíkingar eiga líka möguleika á því að bæta met í mörkum fengnum á sig en því meti verður seint fagnað. Keflavíkurliðið hefur þegar fengið á sig 59 mörk í sumar en ekkert félag hefur fengið á sig 60 mörk á einu tímabili í efstu deild. Keflavíkurliðið er þegar búið að jafna met Víkinga frá 1993.FH-ingar hafa skorað flest mörk í deildinni eða 45, meira en Leiknir og Keflavík til samans.Vísir/ÞórdísBara 2,82 mörk í leik Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. Liðin hafa aðeins skorað 355 mörk í fyrstu 126 leikjum mótsins sem gera 2,82 mörk að meðaltali í leik. Þetta er áttunda sumarið þar sem deildin er skipuð tólf liðum og hingað til hafa alltaf verið skorað þrjú mörk eða meira að meðaltali í leik. Leikmenn liðanna tólf þurfa að skora 41 mark í síðustu sex leikjum mótsins, 6,8 mörk að meðaltali í leik, ætli þeir sér að ná að halda í þessa hefð. Það bendir því allt til þess að meðalmarkaskorið lækki þriðja sumarið í röð og verði það lægsta í tæpan áratug. Síðast var skorað undir þremur mörkum að meðaltali sumarið 2007 (2,99 mörk í leik) sem var jafnframt síðasta tímabilið með tíu liða deild. Það hefur áður gerst að mikið hafi verið skorað í lokaumferðinni þegar lítið er undir í leikjunum. Gott dæmi um það er lokaumferðin árið 1995 þegar það voru skoruð 28 mörk í 5 leikjum eða 4,6 mörk að meðaltali í leik. Það voru líka skoruð 24 mörk í lokaumferðinni fyrir tveimur árum. Það þarf talsvert meira til í leikjum dagsins ef þetta á ekki að verða „leiðinlegasta“ tímabilið í níu ár. Leikir dagsins fara fram í Keflavík (Keflavík-Leiknir), í Vestmannaeyjum (ÍBV-ÍA), á nýja gervigrasinu á Hlíðarenda (Valur-Stjarnan), í Vesturbænum (KR-Víkingur), í Árbænum (Fylkir-FH) og í Grafarvogi (Fjölnir-Breiðablik) og þeir hefjast allir klukkan 14.00. Leikur Fjölnis og Breiðabliks verður í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Pepsi-deild karla lýkur í dag með 22. umferðinni sem fer öll fram klukkan tvö. FH-ingar eru búnir að lyfta Íslandsmeistarabikarnum, Leiknir og Keflavík eru fallin úr deildinni og Breiðablik og KR hafa tryggt sér Evrópusætin. Í fyrra réðst þetta ekki fyrr en í uppbótartíma í lokaleik Íslandsmótsins en núna er allt klárt á toppi og botni deildarinnar þegar liðin spila sinn síðasta Pepsi-deildarleik á árinu 2015. Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. En hvað er annað undir í lokaleikjunum? Fréttablaðið fann til nokkur önnur met sem gætu fallið í kvöld. Þrír markahæstu leikmenn deildarinnar fá allir skó og svo gæti farið að enginn Íslendingur fái gull-, silfur- eða bronsskó í ár. Daninn Patrick Pedersen (13 mörk), Trínidadinn Jonathan Glenn (11 mörk) og Skotinn Steven Lennon (9 mörk) eru í efstu þremur sætunum fyrir lokaumferðina.Tekur Glenn silfurskóinn annað árið í röð?Vísir/AntonÚtlendingar aldrei náð þrennunni Gullskórinn var afhentur fyrst 1983 og frá 1985 hafa leikmenn fengið gull-, silfur- og bronsskó. Á þessum 32 árum hefur það aldrei gerst að enginn Íslendingur hafi fengið skó. Gary Martin (gull) og Jonathan Glenn (silfur) fengu skó í fyrra og var það í fyrsta sinn sem fleiri erlendir leikmenn en íslenskir fengu skó. Pedersen og Glenn keppa um gullskóinn en Glenn þarf að vinna upp tveggja marka forskot. Hann verður samt alltaf ofar en Pedersen þar sem hann hefur spilað færri mínútur. Vonir Íslendinga um að fá skó í ár liggja helst hjá þeim Garðari Gunnlaugssyni (ÍA) og Atla Guðnasyni (8 mörk) sem báðir hafa skorað átta mörk eða hjá þeim Þóri Guðjónssyni (Fjölni) og Atla Viðari Björnssyni (FH) sem hafa skorað sjö mörk en hafa spilað færri leiki (eða mínútur) en Steven Lennon. Garðar stendur best að vígi enda er hann bara einu marki á eftir Lennon og verður alltaf ofar en Skotinn á færri leikjum spiluðum.Gunnleifur hefur verið frábær í markinu í sumar.Vísir/antonNær Gunnleifur tveimur metum? Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, á möguleika á tveimur metum. Hann má fá á sig þrjú mörk og bæta samt metið yfir fæst mörkin fengin á sig á einu tímabili í tólf liða deild. FH-ingurinn Róbert Örn Óskarsson á metið en hann fékk aðeins á sig 17 mörk í fyrra. Gunnleifur hefur fengið á sig 13 mörk í sumar. Gunnleifur á líka möguleika á því að halda marki sínu hreinu í tólfta sinn en því hafa aðeins tveir markverðir náð í nútímafótbolta (frá 1977) eða Valsmaðurinn Sigurður Haraldsson (1978) og Framarinn Birkir Kristinsson (1988). Keflvíkingar eiga líka möguleika á því að bæta met í mörkum fengnum á sig en því meti verður seint fagnað. Keflavíkurliðið hefur þegar fengið á sig 59 mörk í sumar en ekkert félag hefur fengið á sig 60 mörk á einu tímabili í efstu deild. Keflavíkurliðið er þegar búið að jafna met Víkinga frá 1993.FH-ingar hafa skorað flest mörk í deildinni eða 45, meira en Leiknir og Keflavík til samans.Vísir/ÞórdísBara 2,82 mörk í leik Það er ekki aðeins hægt að kvarta yfir lítill spennu í lok mótsins heldur einnig yfir markaleysi. Aðeins mesta markaflóð í manna minnum kemur í veg fyrir metár í fáum mörkum. Liðin hafa aðeins skorað 355 mörk í fyrstu 126 leikjum mótsins sem gera 2,82 mörk að meðaltali í leik. Þetta er áttunda sumarið þar sem deildin er skipuð tólf liðum og hingað til hafa alltaf verið skorað þrjú mörk eða meira að meðaltali í leik. Leikmenn liðanna tólf þurfa að skora 41 mark í síðustu sex leikjum mótsins, 6,8 mörk að meðaltali í leik, ætli þeir sér að ná að halda í þessa hefð. Það bendir því allt til þess að meðalmarkaskorið lækki þriðja sumarið í röð og verði það lægsta í tæpan áratug. Síðast var skorað undir þremur mörkum að meðaltali sumarið 2007 (2,99 mörk í leik) sem var jafnframt síðasta tímabilið með tíu liða deild. Það hefur áður gerst að mikið hafi verið skorað í lokaumferðinni þegar lítið er undir í leikjunum. Gott dæmi um það er lokaumferðin árið 1995 þegar það voru skoruð 28 mörk í 5 leikjum eða 4,6 mörk að meðaltali í leik. Það voru líka skoruð 24 mörk í lokaumferðinni fyrir tveimur árum. Það þarf talsvert meira til í leikjum dagsins ef þetta á ekki að verða „leiðinlegasta“ tímabilið í níu ár. Leikir dagsins fara fram í Keflavík (Keflavík-Leiknir), í Vestmannaeyjum (ÍBV-ÍA), á nýja gervigrasinu á Hlíðarenda (Valur-Stjarnan), í Vesturbænum (KR-Víkingur), í Árbænum (Fylkir-FH) og í Grafarvogi (Fjölnir-Breiðablik) og þeir hefjast allir klukkan 14.00. Leikur Fjölnis og Breiðabliks verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira