Fötluðum börnum mismunað eftir búsetu þar sem úrræðin þykja of dýr Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 4. október 2015 20:10 Sum sveitarfélög veigra sér við að borga fyrir dvöl í Vinakoti þar sem plássið kostar allt frá einni milljón upp í níu milljónir á mánuði. Aðalheiður Bragadóttir eigandi og stofnandi Vinakots segir að sveitarfélögin ráði ekki vel við að taka ábyrgð á þessum hópi. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvort börn og unglingar með þroska- og hegðunarraskanir eins og væga einhverfu eða ADHD , sem sýna áhættuhegðun geta fengið úrræði við sitt hæfi. Einkafyrirtækið Vinakot, er eina stofnunin sem býður upp á langtímavistun fyrir börn með fjölþættan vanda en hefðbundin úrræði, hafa ekki þótt henta þessum hópi. Steinunn Harðardóttir er móðir 17 ára stúlku í Hafnarfirði sem hefur notið þjónustu Vinakots, en stofnunin aðstoðar börn og unglinga í alvarlegum vanda. Hún hefur ráðið sér lögfræðing og útilokar ekki að stefna bænum fyrir dómstóla þar sem hann neitar að greiða lengur fyrir þjónustuna. Hún segir að á sama tíma og bærinn ætli að taka dóttur hennar af heimilinu og senda á fósturheimili fái önnur börn inni sem eiga jafnvel við minni vanda að stríða af því þeirra sveitarfélög greiði reikninginn.Öryrki vegna ástandsins Steinunn segir að hún sé með vottorð frá geðlækni um að dóttir sín þurfi gæslu allan sólarhringinn, vegna hættu á að hún strjúki burt eða skaði sjálfa sig en hún er bæði á ein. Þrátt fyrir þetta vill bærinn senda hana á fósturheimili þar sem það er ódýrara. Hún segir að fjölgreind börn séu á olnbogabörnin í kerfinu og enginn vilji taka ábyrgð á þessum hópi. Ódæmigerð einhverfa geti orðið mjög erfið viðfangs, ef börnin fái ekki stöðugan stuðning, sérstaklega ef þau séu líka með ADHD eða þunglyndi og kvíða. Hún segir að fjölskyldulífið hafi verið í rúst áður en þau kynntust Vinakoti og öll fjölskyldan hafi þjáðst af kvíða. Allir hafa vakað og sofið eins og hún vildi. Hún sé einstæð móður fimm barna en hafi verið öryrki um margra ára skeið. Hún segist rekja það til þess að hún hafi í raun ekkert ráðið við ástandið. Hún segist vera að ná sambandi við dóttur sína í fyrsta sinn en hún geri sér núna grein fyrir því að hún þurfi hjálp, hún hafi getað stundað nám með aðstoð heimilisins og hafi verið ánægð, þar til það varð skyndilega óljóst hvort hún fengi að vera þar lengur, þá hafi þunglyndið aftur tekið sig upp. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur mæðgnanna segir að það versta sem gæti gerst, væri ef stúlkan yrði tekin af heimilinu áður en málið verður leitt til lykta. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sum sveitarfélög veigra sér við að borga fyrir dvöl í Vinakoti þar sem plássið kostar allt frá einni milljón upp í níu milljónir á mánuði. Aðalheiður Bragadóttir eigandi og stofnandi Vinakots segir að sveitarfélögin ráði ekki vel við að taka ábyrgð á þessum hópi. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvort börn og unglingar með þroska- og hegðunarraskanir eins og væga einhverfu eða ADHD , sem sýna áhættuhegðun geta fengið úrræði við sitt hæfi. Einkafyrirtækið Vinakot, er eina stofnunin sem býður upp á langtímavistun fyrir börn með fjölþættan vanda en hefðbundin úrræði, hafa ekki þótt henta þessum hópi. Steinunn Harðardóttir er móðir 17 ára stúlku í Hafnarfirði sem hefur notið þjónustu Vinakots, en stofnunin aðstoðar börn og unglinga í alvarlegum vanda. Hún hefur ráðið sér lögfræðing og útilokar ekki að stefna bænum fyrir dómstóla þar sem hann neitar að greiða lengur fyrir þjónustuna. Hún segir að á sama tíma og bærinn ætli að taka dóttur hennar af heimilinu og senda á fósturheimili fái önnur börn inni sem eiga jafnvel við minni vanda að stríða af því þeirra sveitarfélög greiði reikninginn.Öryrki vegna ástandsins Steinunn segir að hún sé með vottorð frá geðlækni um að dóttir sín þurfi gæslu allan sólarhringinn, vegna hættu á að hún strjúki burt eða skaði sjálfa sig en hún er bæði á ein. Þrátt fyrir þetta vill bærinn senda hana á fósturheimili þar sem það er ódýrara. Hún segir að fjölgreind börn séu á olnbogabörnin í kerfinu og enginn vilji taka ábyrgð á þessum hópi. Ódæmigerð einhverfa geti orðið mjög erfið viðfangs, ef börnin fái ekki stöðugan stuðning, sérstaklega ef þau séu líka með ADHD eða þunglyndi og kvíða. Hún segir að fjölskyldulífið hafi verið í rúst áður en þau kynntust Vinakoti og öll fjölskyldan hafi þjáðst af kvíða. Allir hafa vakað og sofið eins og hún vildi. Hún sé einstæð móður fimm barna en hafi verið öryrki um margra ára skeið. Hún segist rekja það til þess að hún hafi í raun ekkert ráðið við ástandið. Hún segist vera að ná sambandi við dóttur sína í fyrsta sinn en hún geri sér núna grein fyrir því að hún þurfi hjálp, hún hafi getað stundað nám með aðstoð heimilisins og hafi verið ánægð, þar til það varð skyndilega óljóst hvort hún fengi að vera þar lengur, þá hafi þunglyndið aftur tekið sig upp. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur mæðgnanna segir að það versta sem gæti gerst, væri ef stúlkan yrði tekin af heimilinu áður en málið verður leitt til lykta.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira