Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2015 22:15 Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“ Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“
Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28