Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 15:39 "Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa," segir María. vísir/gva María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“ Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum en þó sé það jákvætt ef það verður til þess að málið leysist. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar sem að kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga. Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur krefst þess fyrir hönd Fanneyjar að synjunin verði felld úr gildi. Ekki sé hægt að neita fólki um grundvallarmannréttindi svo sem nauðsynlega læknismeðferð með því að vísa í fjárhag ríkisins. María Heimisdóttir segir að ekki sé um það deilt að það þurfi að meðhöndla þessa sjúklinga. Til þess þurfi að finna fjármuni og það sé á forræði stjórnmálamanna. „Frá sjónarhóli Landspítalans þá er flöskuhálsinn einfaldlega sá að þær fjárheimildir sem sjúkratryggingar Íslands hafa til þess að greiða fyrir þessi sérstöku, dýru lyf. Þær fjárveitingar eru í rauninni þegar ráðstafað í önnur lyf og þetta lyf í rauninni rúmast ekki innan þeirra fjárveitinga sem sjúkratryggingar hafa í ár. Það er ekki vegna þess að menn átti sig ekki á því að hér eru mikilvæga meðferð að ræða en fjárveitingar stofnunarinnar hafa ekki dekkað þetta,“ segir hún. María segir að í einstaka tilfellum kunni að vera nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla en hún voni að málið leysist sem fyrst og þá með öðrum hætti. „Mér finnst mjög erfitt fyrir okkur á Landspítalanum að fagna því að einstaklingur þurfi að fara í mál til þess að sækja þann rétt sem hann telur sig hafa. En ef það verður til þess að málið leysist og þessi mál skýrist í framhaldinu þá er það í sjálfu sér ágætt en við hefðum gjarnan vilja hafa frekari aðgang að fjármunum í þennan málaflokk en það er auðvitað þannig að það verður að forgangsraða.“
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. 10. júlí 2015 18:03