Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2015 10:32 „Það er talað fallega um okkur á tyllidögum en síðan erum við ekki virtir viðlits,“ segir Snorri. vísir/pjetur „Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29