Innlent

Vill að dómurinn meti það hollensku móðurinni til refsimildunar hversu samvinnuþýð hún var

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan í dómsal í gær ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Árnasyni.
Konan í dómsal í gær ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Árnasyni. vísir/gva
Saksóknari í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi vill að það verði metið hollenskri konu sem ákærð er í málinu til refsimildunar hversu samvinnuþýð hún var við rannsókn þess.

Ekki sé algengt að sakborningar sýni jafn mikið samstarf og konan gerði auk þess sem hún játaði brot sitt að hluta. Saksóknari treysti sér því ekki til að meta hversu þunga refsingu konan ætti að fá.

Konan er ákærð ásamt 26 ára gömlum íslenskum karlmanni vegna innflutnings á um 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í apríl síðastliðnum. Konan kom hingað ásamt 17 ára dóttur sinni sem einnig var handtekin á sínum tíma en ekki ákærð í málinu. Stúlkan er nú í Hollandi hjá föður sínum.

Saksóknari lagði refsingu mannsins jafnframt í mat dómsins en sagði þátt hans þó teljast minni en þátt konunnar.

Uppfært: Upphaflega var greint frá því að saksóknari hefði farið fram á þungan dóm yfir sakborningum en það er ekki rétt. Það hefur því verið leiðrétt. Þá var fyrirsögninni einnig breytt og því hafa allar athugasemdir sem gerðar voru við fyrri frétt dottið út.


Tengdar fréttir

Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands

Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×