Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 3-3 | Endurkoma Eyjamanna skilaði mikilvægu stigi Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 20. september 2015 18:30 Eyjamenn fjarlægjast fallið. VÍSIR/andri marinó Eyjamenn og Valsmenn gerðu 3-3 jafntefli úti í Eyjum í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stigið gerir helling fyrir Eyjamenn sem fara langt með það að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni á næstu leiktíð. Eyjamenn þurftu á einhverju að halda úr þessum leik til þess að fjarlægjast Leiknismenn enn frekar við botnsætið. Valsmenn ætluðu sér að komast nær 3. sætinu með sigri. Valsarar byrjuðu leikinn betur og fengu algjört dauðafæri eftir tíu mínútna leik. Emil Atlason komst þá í gegn og lagði boltann á Kristinn Frey Sigurðsson sem brenndi af algjöru dauðafæri við markteiginn. Þetta nýttu Eyjamenn sér en þer skoruðu nokkrum mínútum síðar, þá skallaði Hafsteinn Briem boltann niður fyrir Sito sem þakkaði pent fyrir sig með föstu skoti í nær hornið. Eyjamenn þá komnir yfir gegn gangi leiksins. Patrick Pedersen sýndi enn og aftur hvers megnugur hann er nokkrum mínútum síðar þegar hann lagði boltann snyrtilega í hornið. Boltinn virtist hafa átt viðkomu í varnarmanni Eyjamanna á leiðinni í netið. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að koma boltanum aftur í netið í fyrri hálfleik en Sito komst næst því þegar Ingvar varði glæsilega. Jonathan Barden hafði fengið gula spjaldið á miðju Eyjamanna, en var tekinn af velli í hálfleik. Inn í hans stað kom Bjarni Gunnarsson sem frískaði heldur betur upp á sóknarleik Eyjamanna. Þá fór Ian Jeffs inn á miðjuna við hlið Mario Brlecic. Strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks fór vörn Eyjamanna í sumarfrí, hún var allavega ekki til staðar. Valsarar komust hvað eftir annað í gegn en Sigurður Egill Lárusson kom þeim yfir eftir frábæra sendingu frá Bjarna Ólafi utan af kantinum. Það leið ekki langur tími þar til að Kristinn Freyr kom Val í 1-3 þegar hann kláraði dauðafæri eftir að boltinn hrökk til hans. Þá litu leikmenn ÍBV út fyrir að hafa gefist upp en allt kom fyrir ekki. Næstu 20 mínútur voru gríðarlega tíðindalitlar en Eyjamenn komust óvænt aftur inn í leikinn á 80. mínútu. Þá átti Sito fínt skot að marki sem Ingvar Þór Kale réði bara alls ekkert við, hann varði boltann fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem skilaði knettinum auðveldlega í netið. Rúmri mínútu síðar fékk Bjarni Gunnarsson boltann á kantinum, hann negldi boltanum beint á Ian Jeffs sem tók boltann niður með maganum. Þar næst bombaði Jeffs boltanum niðri í bláhornið, óverjandi fyrir Ingvar í markinu. Valsmenn sluppu nokkrum sinnum í gegnum vörn Eyjamanna í viðbót en tókst ekki að bæta við marki, 3-3 jafntefli því niðurstaðan en Eyjamenn þiggja stigið í botnbaráttunni.Ólafur Jóhannesson: Áttum von á verra veðri „Þetta var skemmtilegur leikur, vel spilaður af okkar hálfu,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari bikarmeistara Vals, eftir 3-3 jafntefli úti í Eyjum. „Við vorum klaufar að missa þetta niður á síðustu tíu mínútunum.“ Valsarar fengu aragrúa af marktækifærum í leiknum en skoruðu einungis þrjú mörk, þegar uppi er staðið var það ekki nóg í dag. „Mér fannst við alltaf vera með þennan leik undir „control“, það er fúlt að klára ekki leikinn vegna þess að við eigum að gera það.“ „Við áttum von á verra veðri hérna, það var frábært veður hérna, frábærar aðstæður til þess að spila fótbolta.“ Valsmenn skoruðu þrjú mörk eins og áður segir en það hlýtur að vera grátlegt að koma á útivöll sem þennan og fá einungis eitt stig úr leik þar sem liðið skorar þrjú mörk. „Eins og leikurinn þróaðist þá fannst mér við vera ofan á í leiknum, við áttum auðvitað að klára hann. Að sama skapi sýndu þeir mikinn og sterkan karakter að koma til baka og jafna leikinn.“ „Við vorum farnir að taka of marga sénsa, vorum komnir með of marga menn fram og skildum stór svæði eftir.“ „Við töpuðum tveimur stigum hérna og sama gerðum við gegn KR um daginn sem er smá áhyggjuefni fyrir okkur,“ sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Eyjamenn og Valsmenn gerðu 3-3 jafntefli úti í Eyjum í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stigið gerir helling fyrir Eyjamenn sem fara langt með það að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni á næstu leiktíð. Eyjamenn þurftu á einhverju að halda úr þessum leik til þess að fjarlægjast Leiknismenn enn frekar við botnsætið. Valsmenn ætluðu sér að komast nær 3. sætinu með sigri. Valsarar byrjuðu leikinn betur og fengu algjört dauðafæri eftir tíu mínútna leik. Emil Atlason komst þá í gegn og lagði boltann á Kristinn Frey Sigurðsson sem brenndi af algjöru dauðafæri við markteiginn. Þetta nýttu Eyjamenn sér en þer skoruðu nokkrum mínútum síðar, þá skallaði Hafsteinn Briem boltann niður fyrir Sito sem þakkaði pent fyrir sig með föstu skoti í nær hornið. Eyjamenn þá komnir yfir gegn gangi leiksins. Patrick Pedersen sýndi enn og aftur hvers megnugur hann er nokkrum mínútum síðar þegar hann lagði boltann snyrtilega í hornið. Boltinn virtist hafa átt viðkomu í varnarmanni Eyjamanna á leiðinni í netið. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að koma boltanum aftur í netið í fyrri hálfleik en Sito komst næst því þegar Ingvar varði glæsilega. Jonathan Barden hafði fengið gula spjaldið á miðju Eyjamanna, en var tekinn af velli í hálfleik. Inn í hans stað kom Bjarni Gunnarsson sem frískaði heldur betur upp á sóknarleik Eyjamanna. Þá fór Ian Jeffs inn á miðjuna við hlið Mario Brlecic. Strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks fór vörn Eyjamanna í sumarfrí, hún var allavega ekki til staðar. Valsarar komust hvað eftir annað í gegn en Sigurður Egill Lárusson kom þeim yfir eftir frábæra sendingu frá Bjarna Ólafi utan af kantinum. Það leið ekki langur tími þar til að Kristinn Freyr kom Val í 1-3 þegar hann kláraði dauðafæri eftir að boltinn hrökk til hans. Þá litu leikmenn ÍBV út fyrir að hafa gefist upp en allt kom fyrir ekki. Næstu 20 mínútur voru gríðarlega tíðindalitlar en Eyjamenn komust óvænt aftur inn í leikinn á 80. mínútu. Þá átti Sito fínt skot að marki sem Ingvar Þór Kale réði bara alls ekkert við, hann varði boltann fyrir fætur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem skilaði knettinum auðveldlega í netið. Rúmri mínútu síðar fékk Bjarni Gunnarsson boltann á kantinum, hann negldi boltanum beint á Ian Jeffs sem tók boltann niður með maganum. Þar næst bombaði Jeffs boltanum niðri í bláhornið, óverjandi fyrir Ingvar í markinu. Valsmenn sluppu nokkrum sinnum í gegnum vörn Eyjamanna í viðbót en tókst ekki að bæta við marki, 3-3 jafntefli því niðurstaðan en Eyjamenn þiggja stigið í botnbaráttunni.Ólafur Jóhannesson: Áttum von á verra veðri „Þetta var skemmtilegur leikur, vel spilaður af okkar hálfu,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari bikarmeistara Vals, eftir 3-3 jafntefli úti í Eyjum. „Við vorum klaufar að missa þetta niður á síðustu tíu mínútunum.“ Valsarar fengu aragrúa af marktækifærum í leiknum en skoruðu einungis þrjú mörk, þegar uppi er staðið var það ekki nóg í dag. „Mér fannst við alltaf vera með þennan leik undir „control“, það er fúlt að klára ekki leikinn vegna þess að við eigum að gera það.“ „Við áttum von á verra veðri hérna, það var frábært veður hérna, frábærar aðstæður til þess að spila fótbolta.“ Valsmenn skoruðu þrjú mörk eins og áður segir en það hlýtur að vera grátlegt að koma á útivöll sem þennan og fá einungis eitt stig úr leik þar sem liðið skorar þrjú mörk. „Eins og leikurinn þróaðist þá fannst mér við vera ofan á í leiknum, við áttum auðvitað að klára hann. Að sama skapi sýndu þeir mikinn og sterkan karakter að koma til baka og jafna leikinn.“ „Við vorum farnir að taka of marga sénsa, vorum komnir með of marga menn fram og skildum stór svæði eftir.“ „Við töpuðum tveimur stigum hérna og sama gerðum við gegn KR um daginn sem er smá áhyggjuefni fyrir okkur,“ sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira