Hjörvar um tveggja þjálfara kerfið: Lærdómur sumarsins er að þetta virkar ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2015 12:00 Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira