Innlent

Sjö erlendir ferðamenn hafa látist hér á landi það sem af er ári

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg.
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg. Mynd/Stöð2
Fregnir af slysum ferðamanna færast sífellt í aukanna og því miður virðast þau teikn vera á lofti að banaslysum sé einnig að fjölga. Athyglisvert er að í fyrra og í ár hafa fleiri erlendir ferðamenn látist en innlendir. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá árinu 1998.

Mikill vilji er meðal þeirra sem sinna öryggismálum og ferðaþjónustu að finna leiðir til að koma í veg fyrir banaslys en Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg, nefnir þrennt sem þarf að gera til að koma öryggismálum í sem best horf.

Fyrst telur hann mikilvægt að byggja upp innviði til að koma í veg fyrir óhöpp og slys. Bendir hann á að byggja þurfi upp betri aðstöðu til að mynda við Svínafellsjökil, Goðafoss og Dettifoss. Þá nefnir hann að nauðsyn sé að byggja upp vegakerfið þar sem stór hluti útkalla sé vegna bílslysa.

Að lokum segir hann mikilvægt að halda áfram þeirri fræðslu- og upplýsingagjöf sem Landsbjörg sinnir í samstarfi við aðra aðila ferðamannaiðnaðarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.