Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er komin í 100 landsleikja klúbbinn. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15
Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30
Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30
Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22