Atli horfði á Lewandowski jafna metið í beinni: Gaman að fá hann inn í klúbbinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 10:00 Robert Lewandowski og Atli Eðvaldsson (í leik með Fortuna Düsseldorf 1983) eru einu erlendu leikmennirnir sem hafa skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku 1. deildinni. vísir/getty „Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
„Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15
Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30
Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49