Aldrei viljað gefast upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:00 Margrét Lára í 100. landsleiknum. vísir/vilhelm „Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
„Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira