Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2015 14:34 Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi. Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira