Lífið

Everest rýfur 100 milljón dollara múrinn í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Baltasar Kormákur á frumsýningu myndarinnar í Hollywood fyrr í mánuðinum.
Baltasar Kormákur á frumsýningu myndarinnar í Hollywood fyrr í mánuðinum. vísir/getty
Everest, nýjasta kvikmynd Baltasar Kormáks, hefur gengið gríðarlega vel í kvikmyndahúsum víðsvegar um heiminn. Búist er við því að í dag munu myndin rjúfa 100 milljón dollara tekjumúrinn. Stefnir allt í það að myndin verði tekjuhæsta erlenda mynd Baltasars.

Í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars segir að myndin hafi verið sú mest sótta í 15 löndum. Aðra helgina í röð var myndin efst á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bretlandi, Írlandi, Nýja-Sjálandi og á Íslandi en alls hafa 35 þúsund manns séð myndina hér á landi. Í Rússlandi var myndin ábyrg fyrir 53% af miðasölu í kvikmyndahúsum en alls hefur myndin halað inn 96.8 milljónir dollara á heimsvísu.

Það stefnir því í það að Everest verði tekjuhæsta erlenda mynd Baltasars. Mynd hans 2 Guns sem kom út árið 2013 halaði inn tæplega 132 milljónir en enn á eftir að frumsýna Everest í nokkrum löndum.


Tengdar fréttir

Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“

Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en hann var einn af þeim sem náðu toppi fjallsins í leiðangrinum örlagaríka 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×