„Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 22:31 „Það er ógeðslega gaman að koma heim og frumsýna. Enn meira spennandi eftir að vel hefur gengið úti,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í samtali við Andra Ólafsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdótturr er Ísland í dag kíkti á forsýningu Everest í Smárabíó í kvöld. Myndin segir frá stærsta slysi í sögu Everest þar til í fyrra. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um atburðinn og ein sjónvarpsmynd en þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið. „Ég hef verið spurður hví við tókum myndina ekki upp á Everest en það er einfaldlega af sömu ástæðu og Alfonso Cuaron gerði Gravity ekki í geimnum.“ Daði Einarsson sér um tæknibrellurnar í myndinni en hann hefur áður komið að fjórum myndum með Baltasar auk mynda á borð við Gravity og Harry Potter. Tæknivinnslan fór fram hér heima. Daði segir að mesta vesenið hafi verið að skipta um og búa til bakgrunn á skotum sem annað hvort voru tekin upp með aðstoð „greenscreen“ eða í ítölsku ölpunum. Everest hefur nokkrum sinnum verið nefnd í sömu andrá og Óskarsverðlaunin að undanförnu en Baltasar segir að hann sé ekki farinn að hugsa um slíkt. „Ég geri ekki myndir með slíkt í huga. Þú pantar desertinn þegar þú ert búinn með aðalréttinn. Þetta er ekki nógu mikil Óskarsmynd, mögulega fyrir tæknibrellurnar, þar eigum við séns,“ segir hann. Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að ofan en fyrir neðan má sjá gesti forsýningar áður en myndin hófst. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55 Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Það er ógeðslega gaman að koma heim og frumsýna. Enn meira spennandi eftir að vel hefur gengið úti,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í samtali við Andra Ólafsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdótturr er Ísland í dag kíkti á forsýningu Everest í Smárabíó í kvöld. Myndin segir frá stærsta slysi í sögu Everest þar til í fyrra. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um atburðinn og ein sjónvarpsmynd en þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið. „Ég hef verið spurður hví við tókum myndina ekki upp á Everest en það er einfaldlega af sömu ástæðu og Alfonso Cuaron gerði Gravity ekki í geimnum.“ Daði Einarsson sér um tæknibrellurnar í myndinni en hann hefur áður komið að fjórum myndum með Baltasar auk mynda á borð við Gravity og Harry Potter. Tæknivinnslan fór fram hér heima. Daði segir að mesta vesenið hafi verið að skipta um og búa til bakgrunn á skotum sem annað hvort voru tekin upp með aðstoð „greenscreen“ eða í ítölsku ölpunum. Everest hefur nokkrum sinnum verið nefnd í sömu andrá og Óskarsverðlaunin að undanförnu en Baltasar segir að hann sé ekki farinn að hugsa um slíkt. „Ég geri ekki myndir með slíkt í huga. Þú pantar desertinn þegar þú ert búinn með aðalréttinn. Þetta er ekki nógu mikil Óskarsmynd, mögulega fyrir tæknibrellurnar, þar eigum við séns,“ segir hann. Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að ofan en fyrir neðan má sjá gesti forsýningar áður en myndin hófst. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55 Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00
Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44
Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55
Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið