Ragnar Th. Sigurðsson útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 19:53 Theodór Júlíusson heiðurslistamaður 2014, Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamaður, Ragnar Th. Sigurðsson heiðurslistamaður 2015, Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstóri Kópavogs. Vísir/Kópavogsbær Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Norðurheimskautsfari hefur verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í Gamla Kópavogsbænum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Það er vel við hæfi að kynna útnefninguna í Gamla Kópavogsbænum en stefnt er að því að í þessu gamla og friðaða húsi verði haldin sýning næsta sumar á verkum þeirra grunnskólanema í Kópavogi sem Jón Adolf bæjarlistamaður mun starfa með í vetur og kenna tréútskurð og jákvæða hugsun,“ segir í tilkynningunni.Salka Sól var einn bæjarlistamanna Kópavogsbæjar í fyrra.Vísir/Ernir„Jón Adolf var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu bæjarlistamanns en auglýst var eftir umsóknum í vor. Tilgangurinn með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi á þessu og næsta ári. Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd. Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en Ragnar Th. hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í meira en þrjátíu ár. Hann er einkum þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar og hefur tekið myndir á Norðurheimskautssvæðinu í áratugi. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og ljósmyndir hans hafa birst víða, svo sem í dagblöðum á borð við New York Times, Time, Newsweek, National Geographic, Digital Photographer og Geographical. Ragnar hélt sýningu á myndum sínum í Gerðarsafni fyrr á árinu í tengslum við sýningu blaðaljósmyndara og styrkti endurhæfingarmiðstöðina Ljósið um ágóða af sölu verka sem seldust í framhaldinu hjá ljósmyndastúdíói sínu Arctic-Images. Á síðasta ári var Theódór Júlíusson leikari útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs og á sama tíma voru listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld útnefndar bæjarlistamenn. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988 en í annað sinn í ár er jafnframt valinn bæjarlistamaður. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í því að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Norðurheimskautsfari hefur verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í Gamla Kópavogsbænum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Það er vel við hæfi að kynna útnefninguna í Gamla Kópavogsbænum en stefnt er að því að í þessu gamla og friðaða húsi verði haldin sýning næsta sumar á verkum þeirra grunnskólanema í Kópavogi sem Jón Adolf bæjarlistamaður mun starfa með í vetur og kenna tréútskurð og jákvæða hugsun,“ segir í tilkynningunni.Salka Sól var einn bæjarlistamanna Kópavogsbæjar í fyrra.Vísir/Ernir„Jón Adolf var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu bæjarlistamanns en auglýst var eftir umsóknum í vor. Tilgangurinn með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi á þessu og næsta ári. Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd. Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en Ragnar Th. hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í meira en þrjátíu ár. Hann er einkum þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar og hefur tekið myndir á Norðurheimskautssvæðinu í áratugi. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og ljósmyndir hans hafa birst víða, svo sem í dagblöðum á borð við New York Times, Time, Newsweek, National Geographic, Digital Photographer og Geographical. Ragnar hélt sýningu á myndum sínum í Gerðarsafni fyrr á árinu í tengslum við sýningu blaðaljósmyndara og styrkti endurhæfingarmiðstöðina Ljósið um ágóða af sölu verka sem seldust í framhaldinu hjá ljósmyndastúdíói sínu Arctic-Images. Á síðasta ári var Theódór Júlíusson leikari útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs og á sama tíma voru listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld útnefndar bæjarlistamenn. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988 en í annað sinn í ár er jafnframt valinn bæjarlistamaður. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í því að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira