Innlent

Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi

Atli Ísleifsson skrifar
„Ljóst er að staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar ferðamanna, sérstaklega í kjölfar tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í greinargerðinni.
„Ljóst er að staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar ferðamanna, sérstaklega í kjölfar tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í greinargerðinni. Vísir/Pjetur
Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi.

Tryggja skuli flugvellinum „nægjanlegum búnaði og aðstöðu til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi sem núna hafa heimild til þess að fljúga um völlinn.“

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Í greinargerð með tillögunni segir að Hornafjarðarflugvöllur gegn mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins.

„Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulífið. Ljóst er að staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar ferðamanna, sérstaklega í kjölfar tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja að til staðar sé nægjanlegur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi,“ segir í greinargerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×