Innlent

Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gróðurhúsum í Hveragerði fækkar.
Gróðurhúsum í Hveragerði fækkar. vísir/pjetur
 Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum.

Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði.

Segir að þegar mest var hafi verið um 50 þúsund fermetrar af gróðurhúsum í bænum en í lok árs 2010 hafi þau verið 24 þúsund fermetrar og þeim hafi fækkað meira síðan.

„Gróðurhúsin hafa verið hluti af Hveragerði frá upphafi byggðar árið 1929 og eru þar af leiðandi órjúfanlegur hluti af ímynd bæjarins og eitt meginsérkenni hans ásamt hverasvæðinu í miðju bæjarins,“ sagði í tillögunni.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks sagði að endurskoðun aðalskipulags bæjarins væri hafin og að rétt væri að varðveislugildi gróðurhúsa, eins og annarra mannvirkja í bæjarfélaginu, yrði skoðað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×