Innlent

80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum tollayfirvalda við Norrænu á Seyðisfirði í síðustu viku.
Frá aðgerðum tollayfirvalda við Norrænu á Seyðisfirði í síðustu viku. MYND/VÍSIR
Efnin sem fundust um borð í Norrænu 8. september sl. reyndust vera um 80 kílógrömm af efninu MDMA. Fundust efnin í niðursuðudósum, varadekki bifreiðarinnar sem þau grunuðu voru á og tveimur gaskútum. Sá sem er grunaður um innflutning á efnunum hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hefur hann játað vitneskju um tilvist efnanna en segir að eiginkona sín hafi ekki vitað um efnin.

Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem varðhaldsdómur yfir hinum grunaða er staðfestur kemur fram að efnin hafi fundist í 14 niðursuðudósum sem hver innihélt um 800 grömm af óþynntu MDMA eða samtals 11.2 kíló. Einnig segir að það liggi fyrir að í varadekki bifreiðar hjónanna og í tveimur gaskútum megi finna um 70 kg af ætluðum fíkniefnum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. Er um að ræða eitt af stærstu fíkniefnamálum sem komið upp hefur á Íslandi. 


Tengdar fréttir

Fíkniefni á hundruð milljóna

Hald var lagt á hátt í níutíu kíló af fíkniefnum á Seyðisfirði á þriðjudagsmorgun. Ljóst er að markaðsvirðið hleypur á hundruðum milljóna. Hollenskt par var dæmt í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna smyglsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×