Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. september 2015 17:06 Viktor Karl Karlsson er 8 ára. Hann fæddist heyrnarlaus. vísir Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. Annar drengurinn sem um ræðir heitir Viktor Karl Karlsson og er átta ára, en hann fæddist heyrnalaus. Kristján Bjarnason og Halla Hallgrímsdóttir, foreldrar Viktors, telja hann ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þurfti hér og sáu þann kost vænlegastan að flytja af landi brott með hann og þrjú yngri systkini. Auk þess sem námsefni á hans móðurmáli vantaði fékk hann ekki félagslegan stuðning á Íslandi. Aðra sögu er að segja í Danmörku. „Að það þurfi að vera að berjast fyrir því að fá túlkasjóð, þurfa að berjast fyrir því að fá námsefni er ömurlegt. Við ákváðum að fara því bara eitthvert þar sem þetta er í lagi. Tíminn flýgur áfram og þó að þetta verði komið þegar hann er orðinn tíu, ellefu ára þá er hann búinn að missa af svo miklu. Þess vegna finnst okkur bara tvö, þrjú ár í einhverja baráttu sem maður veit ekkert hvort að skilar sér vera of langur tími,“ segir Kristján faðir Viktors Karls. Hann segir fleiri fjölskyldur heyrnarlausra barna á leið úr landi. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl 18.30 í kvöld. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. Annar drengurinn sem um ræðir heitir Viktor Karl Karlsson og er átta ára, en hann fæddist heyrnalaus. Kristján Bjarnason og Halla Hallgrímsdóttir, foreldrar Viktors, telja hann ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þurfti hér og sáu þann kost vænlegastan að flytja af landi brott með hann og þrjú yngri systkini. Auk þess sem námsefni á hans móðurmáli vantaði fékk hann ekki félagslegan stuðning á Íslandi. Aðra sögu er að segja í Danmörku. „Að það þurfi að vera að berjast fyrir því að fá túlkasjóð, þurfa að berjast fyrir því að fá námsefni er ömurlegt. Við ákváðum að fara því bara eitthvert þar sem þetta er í lagi. Tíminn flýgur áfram og þó að þetta verði komið þegar hann er orðinn tíu, ellefu ára þá er hann búinn að missa af svo miklu. Þess vegna finnst okkur bara tvö, þrjú ár í einhverja baráttu sem maður veit ekkert hvort að skilar sér vera of langur tími,“ segir Kristján faðir Viktors Karls. Hann segir fleiri fjölskyldur heyrnarlausra barna á leið úr landi. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl 18.30 í kvöld.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira