Ágreiningur innan flokka orsakar ólgu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2015 07:00 Nýr forsætisráðherra tók við völdum í Ástralíu í gær í fimmta sinn á átta árum þegar Malcolm Turnbull sigraði fráfarandi forsætisráðherra, Tony Abbott, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins. Boðað var til leiðtogakjörs í kjölfar átaka innan flokksins síðustu mánuði auk þess sem fylgi hefur minnkað. Turnbull hlaut 54 atkvæði í kjörinu en Abbott 44. Í þrjú af fimm skiptum sem skipt hefur verið um forsætisráðherra hefur ástæðan verið sú að leiðtogakjör hefur farið fram innan þess flokks sem fer með forsætisráðuneytið hverju sinni. Julia Gillard sigraði Kevin Rudd í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins áður en hann hefndi sín í næsta leiðtogakjöri. Lækkandi fylgistölur voru meginástæða leiðtogakjörs í bæði skipti. „Það er ótrúlegt að við höfum tvisvar sinnum séð forsætisráðherra hrökklast úr embætti á sínu fyrsta kjörtímabili. Þetta sýnir hversu mikil ólga er innan þessara stærstu flokka landsins,“ hefur fréttastofa Reuters eftir Rod Tiffen, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Sydney. Abbott bakaði sér óvinsældir samflokksmanna vegna skorts á samráði og bannaði meðal annars þingmönnum sínum að kjósa með frumvarpi um að samkynja pör mættu giftast. Í febrúar síðastliðnum náði hann að sigra Luke Simpkins, sem skoraði á hann í leiðtogakjöri, en nú laut hann í lægra haldi. „Þessi ríkisstjórn mun leggja áherslu á frelsi einstaklingsins og markaðarins,“ sagði Turnbull í gær. Áherslur hans eru sagðar frjálslyndari en fyrirrennarans. Hann er fylgjandi hjónavígslum samkynja para, stofnun ástralsks lýðveldis, aðskilnaði frá bresku krúnunni og hertum áherslum í umhverfismálum. Fjölmiðlar í Ástralíu varpa nú fram spurningunni hvort það dugi til að snúa við fylgi flokksins, sem mælist tíu prósentustigum lægra en hjá Verkamannaflokknum. Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Nýr forsætisráðherra tók við völdum í Ástralíu í gær í fimmta sinn á átta árum þegar Malcolm Turnbull sigraði fráfarandi forsætisráðherra, Tony Abbott, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins. Boðað var til leiðtogakjörs í kjölfar átaka innan flokksins síðustu mánuði auk þess sem fylgi hefur minnkað. Turnbull hlaut 54 atkvæði í kjörinu en Abbott 44. Í þrjú af fimm skiptum sem skipt hefur verið um forsætisráðherra hefur ástæðan verið sú að leiðtogakjör hefur farið fram innan þess flokks sem fer með forsætisráðuneytið hverju sinni. Julia Gillard sigraði Kevin Rudd í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins áður en hann hefndi sín í næsta leiðtogakjöri. Lækkandi fylgistölur voru meginástæða leiðtogakjörs í bæði skipti. „Það er ótrúlegt að við höfum tvisvar sinnum séð forsætisráðherra hrökklast úr embætti á sínu fyrsta kjörtímabili. Þetta sýnir hversu mikil ólga er innan þessara stærstu flokka landsins,“ hefur fréttastofa Reuters eftir Rod Tiffen, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Sydney. Abbott bakaði sér óvinsældir samflokksmanna vegna skorts á samráði og bannaði meðal annars þingmönnum sínum að kjósa með frumvarpi um að samkynja pör mættu giftast. Í febrúar síðastliðnum náði hann að sigra Luke Simpkins, sem skoraði á hann í leiðtogakjöri, en nú laut hann í lægra haldi. „Þessi ríkisstjórn mun leggja áherslu á frelsi einstaklingsins og markaðarins,“ sagði Turnbull í gær. Áherslur hans eru sagðar frjálslyndari en fyrirrennarans. Hann er fylgjandi hjónavígslum samkynja para, stofnun ástralsks lýðveldis, aðskilnaði frá bresku krúnunni og hertum áherslum í umhverfismálum. Fjölmiðlar í Ástralíu varpa nú fram spurningunni hvort það dugi til að snúa við fylgi flokksins, sem mælist tíu prósentustigum lægra en hjá Verkamannaflokknum.
Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21
Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Tony Abbott. 14. september 2015 14:54
Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12