Margrét Lára: Ætlum að vinna riðilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2015 07:00 Margrét Lára Viðarsdóttir æfir vinstri fótinn á æfingu liðsins í gær. vísir/pjetur Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira