Erlent

Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel segist ekki vilja hafa í hótunum, enda sé það ekki leið til að ná fram neinu.
Angela Merkel segist ekki vilja hafa í hótunum, enda sé það ekki leið til að ná fram neinu. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur óskað eftir því að haldinn verði sérstakur fundur leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í næstu viku til að ræða flóttamannavandann.

Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðar og að öll aðildarríki sambandsins þyrftu saman að taka á vandanum.

Þá sagðist Merkel ekki vilja hafa í hótunum, enda sé það ekki leið til að ná fram neinu.

Þýsk stjórnvöld hafa hvatt framkvæmdastjórn sambandsins að íhuga að beita fjárhagslegum þrýstingi á öll þau aðildarríki sem neita að taka við flóttamönnum.

Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi og fleiri ríkjum hafa lýst sig andsnúin því að bindandi kvótar varðandi móttöku flóttafólks verði komið á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×