Fótbolti

Zlatan: Það var mikil hvatning að mæta uppeldisfélaginu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic reynir skot að marki og Kári Árnason er til varnar.
Zlatan Ibrahimovic reynir skot að marki og Kári Árnason er til varnar. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic mætti Kára Árnasyni og félögum í Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar PSG tók á móti sænsku meisturunum.

Zlatan er fæddur og uppalinn í Malmö, en það stóð tæpt að hann gæti mætt sínu gamla félagi vegna meiðsla í kviðvöðva.

Hann gerði allt hvað hann gat til að vera klár í leikinn, en hann er elskaður og dáður hjá stuðningsmönnum Malmö sem geta ekki beðið eftir því að hann spili seinni leikinn í Svíþjóð.

„Það var mér mikil hvatning að mæta uppeldisfélaginu Malmö þar sem allt byrjaði hjá mér,“ sagði Zlatan eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég náði ekki að skora en mig skortir líka leikform. Það var samt mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri því nú erum við strax komnir í fína stöðu,“ sagði Zlatan Ibrahimovic.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×