Freyr um leikinn gegn Slóvakíu: Þurfum að ná takti saman Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 19:15 Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira