Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 10:31 Ben Carson og Donald Trump í kappræðum Repúblikana. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira