Tveir menn handteknir í Noregi vegna fimmtán ára gamals morðs Atli ísleifsson skrifar 17. september 2015 16:04 Tinu Jørgensen hvarf sporlaust í september 2000 og fannst lík hennar fyrir tilviljum rúmum mánuði síðar. Vísir/Getty/Norska lögreglan Lögregla í Noregi hefur handtekið tvo 36 ára menn vegna gruns um að tengjast morðinu á Tinu Jørgensen sem var myrt í Stafangri í september 2000. Norskir fjölmiðlar greina frá þessu. Hin tvítuga Tina hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudagsins 24. september 2000 en hún hafði þá verið að skemmta sér í miðborg Stafangurs.Annar maður gaf sig fram í dag Lögregla handtók 36 ára gamlan mann í gærdag en hann hafði ekki áður tengst rannsókn málsins. Hann á að hafa þekkt Tinu og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Annar 36 ára maður gaf sig svo fram við lögreglu síðdegis í dag og er hann einnig grunaður um aðild að morðinu. Lögregla segir ekki útilokað að fleiri geti tengst málinu. Lögregla í Noregi mun halda blaðamannafund vegna málsins í kvöld.Líkið fannst fyrir tilviljunÍ frétt NRK um morðið kemur fram að lögregla telji að Tina hafi verið myrt undir brú í borginni, en lík hennar fannst fyrir tilviljun illa leikið í holu við Bore-kirkju, um 30 kílómetrum fyrir utan Stafangur, rúmum mánuði eftir að hún hvarf. Bútar úr sama poka höfðu þá fundist bæði í holunni við Bore-kirkju sem og undir brúnni í Stafangri. Leitin að Tinu var sú umfangsmesta í sögu lögreglunnar í Rogalandi en leit fór bæði fram á sjó og landi. Lögreglu barst 1.300 ábendingar við rannsókn málsins og framkvæmdi lögregla 1.700 yfirheyrslur.Kærastinn var ákærður á sínum tíma Kærasti Tinu varð ákærður vegna morðsins í október 2001 en sleppt skömmu fyrir jól ári síðar. Honum voru dæmdar um 188 þúsund norskar krónur í bætur árið 2005. Málið vakti gríðarlega mikla athygli á sínum tíma í Noregi en rannsókn málsins var hætt árið 2002. Lögregla tók hins vegar upp málið að nýju í mars 2013 eftir að fjöldi nýrra ábendinga hafði borist.Uppfært klukkan 16:53:Verdens Gang fullyrðir að búið sé að handtaka þriðja manninn vegna málsins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur handtekið tvo 36 ára menn vegna gruns um að tengjast morðinu á Tinu Jørgensen sem var myrt í Stafangri í september 2000. Norskir fjölmiðlar greina frá þessu. Hin tvítuga Tina hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudagsins 24. september 2000 en hún hafði þá verið að skemmta sér í miðborg Stafangurs.Annar maður gaf sig fram í dag Lögregla handtók 36 ára gamlan mann í gærdag en hann hafði ekki áður tengst rannsókn málsins. Hann á að hafa þekkt Tinu og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Annar 36 ára maður gaf sig svo fram við lögreglu síðdegis í dag og er hann einnig grunaður um aðild að morðinu. Lögregla segir ekki útilokað að fleiri geti tengst málinu. Lögregla í Noregi mun halda blaðamannafund vegna málsins í kvöld.Líkið fannst fyrir tilviljunÍ frétt NRK um morðið kemur fram að lögregla telji að Tina hafi verið myrt undir brú í borginni, en lík hennar fannst fyrir tilviljun illa leikið í holu við Bore-kirkju, um 30 kílómetrum fyrir utan Stafangur, rúmum mánuði eftir að hún hvarf. Bútar úr sama poka höfðu þá fundist bæði í holunni við Bore-kirkju sem og undir brúnni í Stafangri. Leitin að Tinu var sú umfangsmesta í sögu lögreglunnar í Rogalandi en leit fór bæði fram á sjó og landi. Lögreglu barst 1.300 ábendingar við rannsókn málsins og framkvæmdi lögregla 1.700 yfirheyrslur.Kærastinn var ákærður á sínum tíma Kærasti Tinu varð ákærður vegna morðsins í október 2001 en sleppt skömmu fyrir jól ári síðar. Honum voru dæmdar um 188 þúsund norskar krónur í bætur árið 2005. Málið vakti gríðarlega mikla athygli á sínum tíma í Noregi en rannsókn málsins var hætt árið 2002. Lögregla tók hins vegar upp málið að nýju í mars 2013 eftir að fjöldi nýrra ábendinga hafði borist.Uppfært klukkan 16:53:Verdens Gang fullyrðir að búið sé að handtaka þriðja manninn vegna málsins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira