Fótbolti

Körfuboltalandsliðið sendi fótboltaliðinu flotta kveðju | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókin
Íslenska körfuboltalandsliðið er mætt til Berlínar þar sem liðið tekur þátt í Evrópumótinu í körfubolta frá 5. til 10. september.

Strákarnir hafa verið að æfa og leggja lokahöndina á undirbúninginn fyrir þessa sögulegu leiki en körfuboltalandsliðið hefur aldrei áður komist á stórmót.

Karlalandsliðið í fótbolta er líka að reyna að komast á sitt fyrsta stórmót og körfuboltastrákarnir sendu þeim flotta kveðju í dag.

„Koma svo, áfram Ísland. Þið takið þetta í kvöld og svo sjáumst við í Frakklandi næsta sumar," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins og liðsfélagar hans tóku síðan vel undir í lok kveðjunnar.

Leikur Hollands og Íslands á Amsterdam Arena hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og það verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi.

Leikvangurinn verður fullur af Íslendingum og hluti þeirra ætlar síðan að halda áfram til Berlínar og styðja við bak körfuboltalandsliðsins.

Það má sjá kveðju körfuboltalandsliðsins hér fyrir neðan.

Körfuboltalandsliðið er að fara að leika á EM í Þýskalandi og sendi þessa góðu kveðju á landsliðið okkar sem leikur í Hollandi í kvöld.Takk fyrir það og gengi ykkur vel á EM!

Posted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on 3. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×