Tvöfalt fleira fé en fólk á Íslandi Snærós Sindradóttir skrifar 5. september 2015 07:00 Helstu réttir landsins Smalamennska og réttir haustsins hefjast um helgina og standa fram í næsta mánuð. Búast má við því að hundruð landsmanna taki þátt í smalamennsku enda skemmtilegt en jafnframt mikilvægt fyrir sauðfjárbændur að kollheimta fé. Fréttablaðið tók saman átta af helstu réttum landsins. Þær eiga það sameiginlegt að í þær er smalað miklu fé af stóru svæði, þar sem margir leggja hönd á plóg. Upplýsingarnar eru fengnar frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændasamtökunum. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á Djúpadal, er fjallskilastjóri, eða fjallkóngur, í Skagafirði. Nánar tiltekið í Silfrastaðarétt, einni stærstu rétt landsins. Fjallkóngur sér um skipulagningu smalamennsku og á í tíðum samskiptum við bændur í sveitinni um þann mannskap sem býðst hverju sinni. Eiríkur hefur gegnt því embætti, sem unnið er í sjálfboðavinnu, í sex ár. Það er lykilatriði að þekkja svæðið vel og vita hvað maður er að senda fólk út í. Þetta spilast mikið af veðri og svona,“ segir hann.ÞverárfellsréttirÍ Silfrastaðarétt er smalað frá Öxnadalsheiði og Hörgárdalsheiði. Smalað er í tvo daga, nærri tíu þúsund fjár. Eiríki er sérstaklega minnistætt þegar smala þurfti fyrr en áætlað var í september árið 2012. Þá þurftu gangnamenn að hafa sig alla við að grafa fé úr fönn við erfiðar aðstæður. Það var bara alveg furðulegt hvað það gekk allt saman upp, og allir hjálpuðust að. Við urðum ekki fyrir neinu tjóni og sluppum vel. En þetta gleymist sjálfsagt aldrei.“ Svolítið hefur borið á því að ferðamenn sæki í smalamennsku hér á landi. Bóndinn á Eyvindarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Óskar Guðmundsson, segir að Ferðaþjónustuaðilar sjái alfarið um hópana. „Það hefur reynst vel og gengið ágætlega. Sumt af þessu fólki hefur verið að gera svolítið gagn en þetta hefur aðallega verið í hóp og ekki dreifst mikið á meðal okkar gangnamanna.“ Ferðamenn hafa ekki sóst eftir því að taka þátt í smalamennsku á fæti en á Eyvindarstaðaheiði er að mestu smalað á hestbaki. Landssamtök sauðfjárbænda eru að ráðast í vinnu við gerð apps fyrir farsíma sem á að halda utan um allar réttir landsins. Fyrirhugað er að appið komist í gagnið á næsta ári. Að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, er forritið hugsað sem gagnagrunnur um allar réttir landsins. Hægt sé að sækja upplýsingar um nærliggjandi réttir og hvenær þær fara fram til að auðvelda þátttöku. Það er líka eins gott, því víða þekkist það að þeir sem ekki draga í dilka fái ekki að sletta úr klaufunum í lok dags á réttaballi. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Smalamennska og réttir haustsins hefjast um helgina og standa fram í næsta mánuð. Búast má við því að hundruð landsmanna taki þátt í smalamennsku enda skemmtilegt en jafnframt mikilvægt fyrir sauðfjárbændur að kollheimta fé. Fréttablaðið tók saman átta af helstu réttum landsins. Þær eiga það sameiginlegt að í þær er smalað miklu fé af stóru svæði, þar sem margir leggja hönd á plóg. Upplýsingarnar eru fengnar frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændasamtökunum. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á Djúpadal, er fjallskilastjóri, eða fjallkóngur, í Skagafirði. Nánar tiltekið í Silfrastaðarétt, einni stærstu rétt landsins. Fjallkóngur sér um skipulagningu smalamennsku og á í tíðum samskiptum við bændur í sveitinni um þann mannskap sem býðst hverju sinni. Eiríkur hefur gegnt því embætti, sem unnið er í sjálfboðavinnu, í sex ár. Það er lykilatriði að þekkja svæðið vel og vita hvað maður er að senda fólk út í. Þetta spilast mikið af veðri og svona,“ segir hann.ÞverárfellsréttirÍ Silfrastaðarétt er smalað frá Öxnadalsheiði og Hörgárdalsheiði. Smalað er í tvo daga, nærri tíu þúsund fjár. Eiríki er sérstaklega minnistætt þegar smala þurfti fyrr en áætlað var í september árið 2012. Þá þurftu gangnamenn að hafa sig alla við að grafa fé úr fönn við erfiðar aðstæður. Það var bara alveg furðulegt hvað það gekk allt saman upp, og allir hjálpuðust að. Við urðum ekki fyrir neinu tjóni og sluppum vel. En þetta gleymist sjálfsagt aldrei.“ Svolítið hefur borið á því að ferðamenn sæki í smalamennsku hér á landi. Bóndinn á Eyvindarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Óskar Guðmundsson, segir að Ferðaþjónustuaðilar sjái alfarið um hópana. „Það hefur reynst vel og gengið ágætlega. Sumt af þessu fólki hefur verið að gera svolítið gagn en þetta hefur aðallega verið í hóp og ekki dreifst mikið á meðal okkar gangnamanna.“ Ferðamenn hafa ekki sóst eftir því að taka þátt í smalamennsku á fæti en á Eyvindarstaðaheiði er að mestu smalað á hestbaki. Landssamtök sauðfjárbænda eru að ráðast í vinnu við gerð apps fyrir farsíma sem á að halda utan um allar réttir landsins. Fyrirhugað er að appið komist í gagnið á næsta ári. Að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, er forritið hugsað sem gagnagrunnur um allar réttir landsins. Hægt sé að sækja upplýsingar um nærliggjandi réttir og hvenær þær fara fram til að auðvelda þátttöku. Það er líka eins gott, því víða þekkist það að þeir sem ekki draga í dilka fái ekki að sletta úr klaufunum í lok dags á réttaballi.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira