Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi Snærós Sindradóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Mikið mun mæða á Eygló Harðardóttur á komandi þingi. Andstæðingar segja pólitískt líf hennar velta á velgengninni. vísir/Stefán Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum. Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum.
Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira