John Grant upplifir öryggi á Íslandi: „Ég gat hvergi verið ég sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:57 John Grant á Iceland Airwaves 2013. vísir/arnþór Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér. Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér.
Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00
John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30