John Grant upplifir öryggi á Íslandi: „Ég gat hvergi verið ég sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:57 John Grant á Iceland Airwaves 2013. vísir/arnþór Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér. Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér.
Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00
John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30