Lífið

John Grant í Jör á Brit-verðlaununum

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Röndótt jakkaföt á rauða dreglinum.
Röndótt jakkaföt á rauða dreglinum. Vísir/Gettyimages

Tónlistarmaðurinn John Grant lét sig ekki vanta á Brit-verðlaunin sem fóru fram í London á miðvikudagskvöldið.

Grant var tilnefndur í flokknum alþjóðlegur tónlistarmaður ársins og var fagmennskan fram í fingurgóma er hann stillti sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum.

Tónlistarmaðurinn klæddi sig upp fyrir tilefnið og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sá til þess að Grant bar af á rauða dreglinum klæddur í svart/hvítröndótt jakkaföt frá merki Guðmundar, Jör. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.