John Grant upplifir öryggi á Íslandi: „Ég gat hvergi verið ég sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:57 John Grant á Iceland Airwaves 2013. vísir/arnþór Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér. Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér.
Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00
John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30