John Grant upplifir öryggi á Íslandi: „Ég gat hvergi verið ég sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:57 John Grant á Iceland Airwaves 2013. vísir/arnþór Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér. Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér.
Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00
John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30