Kári segir Íslendinga ætla að afklæðast sjálfsvirðingunni til að spara fé Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 10:03 Kári Stefánsson vonast til að Íslendingar haldi sjálfsvirðingunni í Rússa-deilunni. vísir/gva Viljum við Íslendingar verða prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja? Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir yfirvöld á góðri leið með að tryggja það. „Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til að þess að horfast í augu við nokkurn mann,“ segir Kári í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Þar kallar hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra endemis klaufa og segir Íslendinga stefna að því að afklæðast sjálfsvirðingunni fyrir framan alþjóðasamfélagið til að spara fé. Hann segir þessa atburðarás hafa byrjað þegar Íslendingar ákváðu að slást í hóp þjóða sem reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Kári segist hafa haldið að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni. „Þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn,“ segir Kári. Hann segir Rússa hafa lagt á fyrirsjáanlegt innflutningsbann á íslensks matvæli en í kjölfarið hófust upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins. „Sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna.“ Þegar menn fóru að sakna Rússagullsins þá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt í viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússum, að sögn Kára. „Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar.“ Kári segir því ýmislegt benda til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verða skammlífur og allur heimurinn fái að vita að Íslendingar hættu við vegna þess að þeir tímdu því ekki. Hann segir þennan hringlandahátt, sem vegur að sjálfsvirðingu Íslendinga, valda þjóðinni meira efnahagslegu tjóni en sem nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað því land og þjóð er í tísku en það gæti breyst hratt ef Íslendingar svipta sig sjálfsvirðingunni til að spara pening. „Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja“ Tengdar fréttir Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Viljum við Íslendingar verða prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja? Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir yfirvöld á góðri leið með að tryggja það. „Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til að þess að horfast í augu við nokkurn mann,“ segir Kári í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Þar kallar hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra endemis klaufa og segir Íslendinga stefna að því að afklæðast sjálfsvirðingunni fyrir framan alþjóðasamfélagið til að spara fé. Hann segir þessa atburðarás hafa byrjað þegar Íslendingar ákváðu að slást í hóp þjóða sem reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Kári segist hafa haldið að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni. „Þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn,“ segir Kári. Hann segir Rússa hafa lagt á fyrirsjáanlegt innflutningsbann á íslensks matvæli en í kjölfarið hófust upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins. „Sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna.“ Þegar menn fóru að sakna Rússagullsins þá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt í viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússum, að sögn Kára. „Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar.“ Kári segir því ýmislegt benda til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verða skammlífur og allur heimurinn fái að vita að Íslendingar hættu við vegna þess að þeir tímdu því ekki. Hann segir þennan hringlandahátt, sem vegur að sjálfsvirðingu Íslendinga, valda þjóðinni meira efnahagslegu tjóni en sem nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað því land og þjóð er í tísku en það gæti breyst hratt ef Íslendingar svipta sig sjálfsvirðingunni til að spara pening. „Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja“
Tengdar fréttir Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Rúllugjald Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. 21. ágúst 2015 07:00