Sport

Fraser-Pryce heimsmeistari í 100 metra hlaupi

Fraser-Pryce kemur hér í mark á undan Schippers.
Fraser-Pryce kemur hér í mark á undan Schippers. vísir/getty
Jamaíka lokaði tvennunni í 100 metra hlaupunum á HM í Peking í dag. Shelly-Ann Fraser-Pryce vann þá 100 metra hlaup kvenna en Usain Bolt vann hjá körlunum í gær.

Fraser-Pryce náði fljótt góðu forskoti í hlaupinu í dag og kom í mark á 10,76 sekúndum. Hollenska stúlkan Dafne Schippers sótti fast að henni undir lokin en vantaði nokkur skref upp á að ná henni.

Bandaríska stílkan Totri Bowie tók síðan bronsverðlaunin.

Þetta er í þriðja sinn sem Fraser-Pryce verður heimsmeistari í 100 metra hlaupi og það er met. Hún varð einnig heimsmeistari árið 2009 og 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×