Boðar til kosninga í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Ahmet Davutoglu forsætisráðherra og Recep Tayyip Erdogan forseti. VÍSIR/EPA Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira