Eyjólfur: Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2015 06:30 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink „Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
„Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira