Fékk götu nefnda Svarthöfði: "Gaman að fara út fyrir kassann“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 13:00 Götunni Bratthöfða verður breytt í Svarthöfða. Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Óli Gneisti Sóleyjarson lagði fram hugmyndina að því að götuheitið Svarthöfði yrði samþykkt í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hugmyndin var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði í gær. „Fyrir rétt rúmum tveimur árum setti ég þessa hugmynd á Betri Reykjavík. Hún fékk nokkuð góðan stuðning og fór í ferli,“ segir Óli Gneisti á síðu sinni.Óli Gneisti á Svarthöfðahjálm sem gestir á heimili hans vilja oft á tíðum prófa að máta.Vísir/ErnirHugmyndina segir Óli Gneisti í samtali við Vísi hafa kviknað þegar hann og mágur hans ræddu fyndin götuheiti en mágurinn er mikill aðdáandi Star Wars. Svarthöfði er einmitt einn aðalkarakterinn í kvikmyndunum en á ensku kallast hann Darth Vader. „Ég á Svarthöfðahjálm heima sem gestir hafa mikinn áhuga á að skoða en hann er meiri aðdáandi, tekur þetta miklu alvarlegra heldur en ég.“ Óli Gneisti setti Svarthöfðahjálminn upp þegar Google-bíllinn keyrði í gegnum hverfi hans í Breiðholti. „Ég og fjölskylda mín sáum bílinn koma og ég hljóp inn, sótti hjálminn og stillti mér upp. Markmiðið var einfaldlega að gleðja fólk og reyna að vera fyndinn,“ segir Óli og hlær. „Ég vona að það hafi tekist.“Reykvíkingar státa nú af götu sem kallast Svarthöfði.Vísir/ErnirSjá einnig: Eldhressir Íslendingar á Google Street ViewÍhaldssamir geta líka tekið í hugmyndina „Ég setti hana auðvitað inn þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og ég viðurkenni að ég bjóst við því að það myndi kannski hafa áhrif,“ útskýrir Óli Gneisti spurður um hvort hann hafi búist við því að tillagan yrði samþykkt. „En mér heyrist vera almenn gleði hjá fólki með þetta. Þeir sem eru íhaldssamari kannski hugsa um Sturlungu þar sem nafnið kemur náttúrulega fyrir, Svarthöfði Dufgusson. Þó að við mágur minn höfum vissulega verið að hugsa um Star Wars. Við erum svona lágmenningarlegir.“Svarthöfði stillti sér upp við Eyjabakka í Reykjavík.Vísir/GoogleStreetViewÞá maldar blaðamaður í móinn enda eru kvikmyndirnar Star Wars taldar til klassíkera af mörgum kvikmyndaáhugamanninum. „Jú, jú,“ segir Óli og hlær. Dagur B. Eggertsson tilkynnti á Twitter í gær að götuheitinu Bratthöfði hefði verið breytt í Svarthöfða og því má segja að grín Óla og mágs hans hafi verið tekið alla leið. „Mér finnst að götuheiti eigi að vera sem fjölbreyttust og skemmtilegust. Auðvitað er oft gott að hafa þemu í þessu en það er líka gaman að fara út fyrir kassann. Ég heyrði einnig hugmyndina Anakinn, það gæti verið næst á dagskrá,“ segir Óli Gneisti.Í dag var nafni götunnar Bratthöfði breytt í Svarthöfði #betriReykjavik— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) August 26, 2015
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira