Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 14:09 Dagur B. Eggertsson. vísir/stefán „Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28