Fótbolti

Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki

Strákarnir fagna.
Strákarnir fagna. vísir/valli
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum.

Það er komið í vana hjá liðinu að horfa á stemningsmyndband áður en þeir halda á völlinn. Það hefur hjálpað til við að koma þeim í rétta gírinn.

Það er þungarokkarinn og starfsmaður KSÍ, Dagur Sveinn Dagbjartsson, sem gerir peppmyndböndin fyrir landsliðið. Hann er einn harðasti Iron Maiden-maður landsins og lagavalið á myndbandinu sem sýnt var á fundinum í dag vakti því athygli. Bee Gees. Dagur vill koma því á framfæri að Lagerbäck hafi valið tónlistina í því myndbandi.

Það myndband horfðu strákarnir á nokkrum dögum fyrir leik en þessi tvö fyrstu sem má sjá hér að neðan horfðu strákarnir á rétt fyrir leik. Neðst er svo Bee Gees-myndbandið.

Tékklands-myndbandið Kasakstan-myndbandið Bee Gees-myndbandið umtalaða.

Tengdar fréttir

Engar breytingar á landsliðshópnum

Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×