Borgaryfirvöld vilja að nýjar höfuðstöðvar rísi á Hörpureitnum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 13:08 Björn Blöndal formaður borgarráðs segir borgaryfirvöld vilja að uppbygging á hörpureitnum svokallaða hefjist sem fyrst. MYND/VÍSIR Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að bregðast þurfi við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum um fyrirhugaða nýbyggingu höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum svokallaða. Byggingaráformin hafa verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Bankaráð bankans hefur frestað hönnunarsamkeppni um reitinn sem hefjast átti í ágúst og segir Steinþór að jafnvel komi til greina að hætta við bygginguna. Fari svo verður borgin af tugum milljónum króna í fasteignagjöld, auk þess sem mikil óvissa skapast um framtíð reitsins. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgin vilji að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við viljum auðvitað ekki að þetta sé bara í einhverri biðstöðu um ókomna tíð. Miðað við það sem hefur verið kynnt fyrir okkur þá verður þarna fjölbreytt þjónusta. Verslanir, vissulega bankastarfsemi og önnur þjónusta. Það gefur líka möguleika á breyta nýtingu á því rými sem Landsbankinn er í fyrir í húsum í miðborginni, þá sérstaklega kannski gamla landsbankahúsið. Þannig að það er okkur ekkert á móti skapi, nema síður sé, að þessi starfsemi sé þarna,“ segir hann. Falli bankinn frá byggingaráformum komi það til að flækja aðra uppbyggingu á reitnum. „Uppbyggingin tengist að hluta til og það er best að hún fari fram á svipuðum tíma og dragist ekki yfir mjög langt tímabil. Þannig að við auðvitað vonumst til að þetta fari af stað fyrr en síðar,“ segir Björn Blöndal. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að bregðast þurfi við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum um fyrirhugaða nýbyggingu höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum svokallaða. Byggingaráformin hafa verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Bankaráð bankans hefur frestað hönnunarsamkeppni um reitinn sem hefjast átti í ágúst og segir Steinþór að jafnvel komi til greina að hætta við bygginguna. Fari svo verður borgin af tugum milljónum króna í fasteignagjöld, auk þess sem mikil óvissa skapast um framtíð reitsins. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgin vilji að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við viljum auðvitað ekki að þetta sé bara í einhverri biðstöðu um ókomna tíð. Miðað við það sem hefur verið kynnt fyrir okkur þá verður þarna fjölbreytt þjónusta. Verslanir, vissulega bankastarfsemi og önnur þjónusta. Það gefur líka möguleika á breyta nýtingu á því rými sem Landsbankinn er í fyrir í húsum í miðborginni, þá sérstaklega kannski gamla landsbankahúsið. Þannig að það er okkur ekkert á móti skapi, nema síður sé, að þessi starfsemi sé þarna,“ segir hann. Falli bankinn frá byggingaráformum komi það til að flækja aðra uppbyggingu á reitnum. „Uppbyggingin tengist að hluta til og það er best að hún fari fram á svipuðum tíma og dragist ekki yfir mjög langt tímabil. Þannig að við auðvitað vonumst til að þetta fari af stað fyrr en síðar,“ segir Björn Blöndal.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira