Borgaryfirvöld vilja að nýjar höfuðstöðvar rísi á Hörpureitnum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 13:08 Björn Blöndal formaður borgarráðs segir borgaryfirvöld vilja að uppbygging á hörpureitnum svokallaða hefjist sem fyrst. MYND/VÍSIR Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að bregðast þurfi við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum um fyrirhugaða nýbyggingu höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum svokallaða. Byggingaráformin hafa verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Bankaráð bankans hefur frestað hönnunarsamkeppni um reitinn sem hefjast átti í ágúst og segir Steinþór að jafnvel komi til greina að hætta við bygginguna. Fari svo verður borgin af tugum milljónum króna í fasteignagjöld, auk þess sem mikil óvissa skapast um framtíð reitsins. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgin vilji að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við viljum auðvitað ekki að þetta sé bara í einhverri biðstöðu um ókomna tíð. Miðað við það sem hefur verið kynnt fyrir okkur þá verður þarna fjölbreytt þjónusta. Verslanir, vissulega bankastarfsemi og önnur þjónusta. Það gefur líka möguleika á breyta nýtingu á því rými sem Landsbankinn er í fyrir í húsum í miðborginni, þá sérstaklega kannski gamla landsbankahúsið. Þannig að það er okkur ekkert á móti skapi, nema síður sé, að þessi starfsemi sé þarna,“ segir hann. Falli bankinn frá byggingaráformum komi það til að flækja aðra uppbyggingu á reitnum. „Uppbyggingin tengist að hluta til og það er best að hún fari fram á svipuðum tíma og dragist ekki yfir mjög langt tímabil. Þannig að við auðvitað vonumst til að þetta fari af stað fyrr en síðar,“ segir Björn Blöndal. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að bregðast þurfi við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum um fyrirhugaða nýbyggingu höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum svokallaða. Byggingaráformin hafa verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af stjórnarþingmönnum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Bankaráð bankans hefur frestað hönnunarsamkeppni um reitinn sem hefjast átti í ágúst og segir Steinþór að jafnvel komi til greina að hætta við bygginguna. Fari svo verður borgin af tugum milljónum króna í fasteignagjöld, auk þess sem mikil óvissa skapast um framtíð reitsins. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgin vilji að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við viljum auðvitað ekki að þetta sé bara í einhverri biðstöðu um ókomna tíð. Miðað við það sem hefur verið kynnt fyrir okkur þá verður þarna fjölbreytt þjónusta. Verslanir, vissulega bankastarfsemi og önnur þjónusta. Það gefur líka möguleika á breyta nýtingu á því rými sem Landsbankinn er í fyrir í húsum í miðborginni, þá sérstaklega kannski gamla landsbankahúsið. Þannig að það er okkur ekkert á móti skapi, nema síður sé, að þessi starfsemi sé þarna,“ segir hann. Falli bankinn frá byggingaráformum komi það til að flækja aðra uppbyggingu á reitnum. „Uppbyggingin tengist að hluta til og það er best að hún fari fram á svipuðum tíma og dragist ekki yfir mjög langt tímabil. Þannig að við auðvitað vonumst til að þetta fari af stað fyrr en síðar,“ segir Björn Blöndal.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira