Íslenski boltinn

Sigur Blika sá fyrsti á Laugardalsvelli í efstu deild í 35 ár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurmark Glenn tryggði fyrsta sigurinn í efstu deild karla á Laugardalsvelli í 34 ár.
Sigurmark Glenn tryggði fyrsta sigurinn í efstu deild karla á Laugardalsvelli í 34 ár. Vísir/Anton

Breiðablik vann í gær 1-0 sigur á Val en þetta var í fyrsta sinn í 34 ár sem Breiðablik vann leik í efstu deild karla á Laugardalsvelli. Kom síðasti sigur liðsins á Þrótti í 0-1 sigri árið 1981.

Breiðablik sem er á fínu skriði þessa dagana ef litið er framhjá óvæntu tapi gegn Fylki í elleftu umferð vann nauman 1-0 sigur á Val á Laugardalsvelli í gær. Kom eina mark leiksins þegar skot Guðjóns Péturs Lýðssonar fór í Jonathan Glenn og þaðan í netið framhjá Antoni Ara í marki Vals.

Er þetta líkt og áður segir fyrsti sigur Blika í efstu deild á Laugardalsvelli frá leiknum gegn Þrótti en Kópavogsliðið hafði leikið 34 leiki í efstu deild á Laugardalsvelli án þess að sigra. Gerði Breiðablik 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum á þessu tímabili.

Breiðablik hefur átt fínu gengi að fagna í öðrum keppnum á vellinum en félagið vann eina Evrópuleik sinn á vellinum gegn Aktobe 1-0. Þá eru sex ár síðan Breiðablik varð bikarmeistari í Laugardalnum.

Til samanburðar er Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, eini leikmaðurinn sem var fæddur síðast þegar Breiðablik vann leik í efstu deild á Laugardalsvelli.


Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Valsmenn kvöddu titilbaráttuna | Myndbönd

Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.