Íslenski boltinn

Sigur Blika sá fyrsti á Laugardalsvelli í efstu deild í 35 ár

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurmark Glenn tryggði fyrsta sigurinn í efstu deild karla á Laugardalsvelli í 34 ár.
Sigurmark Glenn tryggði fyrsta sigurinn í efstu deild karla á Laugardalsvelli í 34 ár. Vísir/Anton
Breiðablik vann í gær 1-0 sigur á Val en þetta var í fyrsta sinn í 34 ár sem Breiðablik vann leik í efstu deild karla á Laugardalsvelli. Kom síðasti sigur liðsins á Þrótti í 0-1 sigri árið 1981.

Breiðablik sem er á fínu skriði þessa dagana ef litið er framhjá óvæntu tapi gegn Fylki í elleftu umferð vann nauman 1-0 sigur á Val á Laugardalsvelli í gær. Kom eina mark leiksins þegar skot Guðjóns Péturs Lýðssonar fór í Jonathan Glenn og þaðan í netið framhjá Antoni Ara í marki Vals.

Er þetta líkt og áður segir fyrsti sigur Blika í efstu deild á Laugardalsvelli frá leiknum gegn Þrótti en Kópavogsliðið hafði leikið 34 leiki í efstu deild á Laugardalsvelli án þess að sigra. Gerði Breiðablik 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum á þessu tímabili.

Breiðablik hefur átt fínu gengi að fagna í öðrum keppnum á vellinum en félagið vann eina Evrópuleik sinn á vellinum gegn Aktobe 1-0. Þá eru sex ár síðan Breiðablik varð bikarmeistari í Laugardalnum.

Til samanburðar er Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, eini leikmaðurinn sem var fæddur síðast þegar Breiðablik vann leik í efstu deild á Laugardalsvelli.


Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Valsmenn kvöddu titilbaráttuna | Myndbönd

Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.