Lífið

Kings of Leon lentir á klakanum - Myndir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Einkaþotan lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr sex í morgun.
Einkaþotan lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr sex í morgun. Vísir/GVA
Hljómsveitarmeðlimir Kings of Leon eru komnir til landsins en þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli snemma í morgun. Þeir munu gista á Hilton hótelinu á meðan á dvöl þeirra stendur.

Sveitin ferðaðist með einkaþotu af tegundinni Gulfstream og með í för var þjónustulið en eins og Fréttablaðið greindi frá koma um sjötíu manns með hljómsveitinni til landsins. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð.

Kings of Leon troða upp í Nýju-Laugardalshöllinni í kvöld eins og kunnugt er en tíuþúsund miðar voru í boði á tónleikana. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi.

Sjá einnig: Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands

Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár.

Kóngarnir halda svo af landi brott á morgun en þeir spila í Búdapest á laugardaginn.

Enn er hægt að kaupa miða á tónleikana á Tix.is.

Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×