Segir vændi stundað vegna eftirspurnar Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2015 18:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leyfa fólki að ráðstafa eigin eigin líkama og tíma án afskipta annarra. Svo lengi sem fólk hagai sér innan marka laga og almenns velsæmis. Rætt var við Hannes í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hannes hefur fengið á sig mikla gagnrýni síðustu daga fyrir að tala um vændi sem „atvinnutækifæri“ á Facebook síðu sinni í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. „Ég verð nú að segja það að umræðan hefur ekki verið nægilega hófstillt hjá sumum, sérstaklega ekki hjá öfgafemínistum. Vegna þess að það sem vakir nú fyrir öllu skynsömu og réttsýnu fólki er að gæta hagsmuna ógæfusamra kvenna.“ Til þess nefnir Hannes tvær leiðir. Hann segir annan þeirra vera að reka konurnar niður í neðanjarðarstarfsemi, eins og sé í sumum löndum. „Þar sem þær eru háðar verndurum, það verða smitsjúkdómar, það verða alls konar aðrir hlutir sem gerast. Mansal og þrælahald. Þetta er annar kosturinn.“ Hinn kosturinn segir Hannes að sé gera vændi leyfilegt og þá sé hægt að vernda vændiskonur frá kúgun, mansali og þrælahaldi. Varðandi það að hafa sölu vændis löglega og kaupin ekki, segir Hannes að um leið og þessi verknaður sé gerður ólöglegur sé verið að reka hann niður í einhver neðanjarðarbyrgi og gera konurnar sem stunda vændi að fórnarlömbum.Sjá einnig: Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“Vændi hverfur ekki með ályktunum „Það er miklu eðlilegra að viðurkenna þetta og átta sig á því að jafnvel þó að við viljum nú gjarnan að vændi myndi hverfa, þá hverfur það ekki þó við semjum óskalista eða samþykkjum einhverjar ályktanir. Ástæða þess að vændi er stundað er að það er eftirspurn eftir því.“ Þá segir Hannes að sumir telji að menn eigi sjálfir rétt á að ráðstafa eigin líkama og sínum tíma án afskipta annarra. „Það er einkennilegt til dæmis, ef ég og þú værum í hörku rifrildi um hvað þriðji maðurinn eigi að fá að gera. Svo framarlega sem þessi þriðji maður er ekki að skaða aðra með framferði sínu. Mér finnst að við megum aldrei gleyma þessu lögmáli að leyfa fólki að ráða sér sjálfu innan marka laga og almenns velsæmis.“ Hlusta má á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19 Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að leyfa fólki að ráðstafa eigin eigin líkama og tíma án afskipta annarra. Svo lengi sem fólk hagai sér innan marka laga og almenns velsæmis. Rætt var við Hannes í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hannes hefur fengið á sig mikla gagnrýni síðustu daga fyrir að tala um vændi sem „atvinnutækifæri“ á Facebook síðu sinni í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. „Ég verð nú að segja það að umræðan hefur ekki verið nægilega hófstillt hjá sumum, sérstaklega ekki hjá öfgafemínistum. Vegna þess að það sem vakir nú fyrir öllu skynsömu og réttsýnu fólki er að gæta hagsmuna ógæfusamra kvenna.“ Til þess nefnir Hannes tvær leiðir. Hann segir annan þeirra vera að reka konurnar niður í neðanjarðarstarfsemi, eins og sé í sumum löndum. „Þar sem þær eru háðar verndurum, það verða smitsjúkdómar, það verða alls konar aðrir hlutir sem gerast. Mansal og þrælahald. Þetta er annar kosturinn.“ Hinn kosturinn segir Hannes að sé gera vændi leyfilegt og þá sé hægt að vernda vændiskonur frá kúgun, mansali og þrælahaldi. Varðandi það að hafa sölu vændis löglega og kaupin ekki, segir Hannes að um leið og þessi verknaður sé gerður ólöglegur sé verið að reka hann niður í einhver neðanjarðarbyrgi og gera konurnar sem stunda vændi að fórnarlömbum.Sjá einnig: Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“Vændi hverfur ekki með ályktunum „Það er miklu eðlilegra að viðurkenna þetta og átta sig á því að jafnvel þó að við viljum nú gjarnan að vændi myndi hverfa, þá hverfur það ekki þó við semjum óskalista eða samþykkjum einhverjar ályktanir. Ástæða þess að vændi er stundað er að það er eftirspurn eftir því.“ Þá segir Hannes að sumir telji að menn eigi sjálfir rétt á að ráðstafa eigin líkama og sínum tíma án afskipta annarra. „Það er einkennilegt til dæmis, ef ég og þú værum í hörku rifrildi um hvað þriðji maðurinn eigi að fá að gera. Svo framarlega sem þessi þriðji maður er ekki að skaða aðra með framferði sínu. Mér finnst að við megum aldrei gleyma þessu lögmáli að leyfa fólki að ráða sér sjálfu innan marka laga og almenns velsæmis.“ Hlusta má á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19 Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. 13. ágúst 2015 11:19
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að ákvörðun heimsþings Amnesty um að styðja afglæpavæðingu vændis marki sorgardag. 12. ágúst 2015 06:30
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00