Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Keflavík 3-3 | Keflvíkingar náðu í stig í Lautinni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2015 09:46 Vísir/anton Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira