Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Glenn

Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn. vísir/anton
Jonathan Glenn er hreinlega óstöðvandi í búningi Blika. Hann skoraði þrennu gegn Skagamönnum í gær.

Glenn er þar með búinn að skora í öllum þeim þremur leikjum með Blikum þar sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.

Þessi markamaskína, sem Blikar fengu frá ÍBV í síðasta mánuði, er orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla með níu mörk. Patrick Pedersen er búinn að skora átta.

Hér að neðan má sjá öll mörkin í 3-1 sigri Blika á ÍA í gær.

Glenn kemur Blikum í 1-0. 1-1. Albert Hafsteinsson jafnar. 2-1. Glenn skorar aftur. 3-1. Glenn fullkomnar þrennuna.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×