Forstöðumaður Fjölskyldugarðsins vill geta sleppt dýrum eins og kópnum sem var drepinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Selkópurinn sem var lógað. Vísir/Andri Marinó Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Sjá meira
Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Sjá meira
Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15