Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 16:15 Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent